sverrirs / ruvsarpur

Python script to download shows off the Icelandic RÚV website.

Home Page:https://sverrirs.github.io/ruvsarpur/

Geek Repo:Geek Repo

Github PK Tool:Github PK Tool

ffmpeg vesen

olafsson83 opened this issue · comments

Fæ ekki ffmpeg til að vinna í Ubuntu. Getur þú bent mér á hvernig ég fæ það til virka?
PermissionError: [Errno 13] Permission denied:

Við nánari skoðun væri örugglega best að pósta þessu á AskUbuntu, FFMPEG issue tracker. En ég get kannski reynt að hjálp þér eitthvað hérna :)

Hvaða útgáfa af ubuntu ertu með?
Við hvaða skipun nákvæmlega birtist þetta permission error?
Hvaða útgáfa af ffmpeg er þetta? getur séð það með ffmpeg -h

Við nánari skoðun væri örugglega best að pósta þessu á AskUbuntu, FFMPEG issue tracker. En ég get kannski reynt að hjálp þér eitthvað hérna :)

Hvaða útgáfa af ubuntu ertu með? Ubuntu Mate 18.04.5 LTS
Við hvaða skipun nákvæmlega birtist þetta permission error? birtist við: python3 ruvsarpur.py --sid 27920
Hvaða útgáfa af ffmpeg er þetta? getur séð það með ffmpeg -h ffmpeg version 3.4.8-0ubuntu0.2

Þetta er sem sagt það sem ég fæ:
File "ruvsarpur.py", line 937, in
runMain()
File "ruvsarpur.py", line 926, in runMain
result = download_m3u8_playlist_using_ffmpeg(ffmpegexec, playlist_data['url'], playlist_data['fragments'], local_filename, display_title, args.keeppartial, args.quality)
File "ruvsarpur.py", line 312, in download_m3u8_playlist_using_ffmpeg
ret = subprocess.Popen(prog_args, stdout=subprocess.PIPE, stderr=subprocess.STDOUT, universal_newlines=True, env=my_env)
File "/usr/lib/python3.6/subprocess.py", line 729, in init
restore_signals, start_new_session)
File "/usr/lib/python3.6/subprocess.py", line 1364, in _execute_child
raise child_exception_type(errno_num, err_msg, err_filename)
PermissionError: [Errno 13] Permission denied: '...ruvsarpur/bin/ffmpeg.exe' klippti þarna nafnið mitt úr

Ég uppfærði hjá mér ffmpeg og compile-aði (make skipun) en scriptið leitar alltaf í ffmpeg sem er í ruvsarpur, það er reyndar eini ffmpeg.exe skráin sem ég finn.

.exe skrá er auðvitað ekki að fara að keyra á Linux 😄

Þarft að segja ruvsarpnum hvar ffmpeg er hjá þér. Hann gerir það bara sjálfkrafa á windows.

Bættu við --ffmpeg <slóð á ffmpeg hjá þér>

.exe skrá er auðvitað ekki að fara að keyra á Linux 😄

Þarft að segja ruvsarpnum hvar ffmpeg er hjá þér. Hann gerir það bara sjálfkrafa á windows.

Bættu við --ffmpeg <slóð á ffmpeg hjá þér>

Auðvitað er ég ekki að fara keyra .exe á Linux 😄 Svona er þetta þegar maður er að fikra sig áfram í nýju umhverfi, manni yfirsést þetta augljósa. Takk fyrir þetta.

Hvar á ég að bæta --ffmpeg (slóð), er það í terminalinu (og eitthvað sem ég þarf þá væntanlega að gera í hvert skipti sem ég sæki eitthvað) eða get ég bætt því við í scriptið þannig að það sé komin varanleg lausn á þessu.

Sæll, þú bætir við --fmpeg við skipunina t.d.:

python3 ruvsarpur.py --ffmpeg /usr/bin/ffmpeg --list --find "Hvolpa"

/usr/bin/ffmpeg er líkleg slóð, annars getur þú staðfest það með which ffmpeg en það ætti að skila þér réttri niðurstöðu hjá þér.

Sæll, þú bætir við --fmpeg við skipunina t.d.:

python3 ruvsarpur.py --ffmpeg /usr/bin/ffmpeg --list --find "Hvolpa"

/usr/bin/ffmpeg er líkleg slóð, annars getur þú staðfest það með which ffmpeg en það ætti að skila þér réttri niðurstöðu hjá þér.

Snilld, takk kærlega fyrir þetta!